Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. janúar 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Líkurnar á Hazard til Real Madrid tvöfölduðust
Mynd: Getty Images
Í gær breyttu flest veðmálafyrirtæki líkunum á því að Eden Hazard sé á leið til Real Madrid.

Líkurnar voru ýmist 1 á móti 10 til 15 að Hazard væri á leið til Spánar en nú eru þær komnar upp í 1 á móti 5 hjá flestum.

Hazard verður samningslaus eftir 18 mánuði og virðist ekkert sérlega spenntur fyrir því að skrifa undir nýjan samning.

Belginn er nýorðinn 27 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Chelsea síðustu fimm ár.

Samkvæmt veðmálasíðunum eru yfirgnæfandi líkur á að Theo Walcott fari til Southampton, Alexis Sanchez til Manchester City og Riyad Mahrez til Liverpool. Þá er David Luiz sterklega orðaður við Barcelona og Arturo Vidal við Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner