fös 12. janúar 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Oxlade-Chamberlain: Brottför Coutinho hefur engin áhrif
Uxinn hefur engar áhyggjur.
Uxinn hefur engar áhyggjur.
Mynd: Getty Images
Alex Oxlade-Chamberlain telur að sala Liverpool á Philippe Coutinho eigi ekki eftir að hafa nein áhrif á liðið það sem eftir lifir tímabils.

„Ég hef ekki hugsað um brottför Phil. Þú áttar þig á því þegar þetta gerist en þú mátt ekki hugsa: 'Hvað ætlum við að gera þegar Phil er ekki hér?' Við megum það alls ekki. Það er allt áfram eins og venjulega," sagði Oxlade-Chamberlain.

„Þegar Phil var ekki í liðinu þá spiluðum við samt frábæran fótbolta og við eigum ótrúlega leikmenn sem geta skorað mörk eins og Mo (Salah), Sadio (Mane) og Roberto (Firmino)."

„Ég hef alla trú á strákunum að halda áfram núna. Ég held að þetta eigi ekki að hafa nein áhrif á okkur. Þegar stór leikmaður fer þá fer hann. Þú ert hjá stóru félagi eins og Liverpool og þá kemur vonandi nýr stór leikmaður í staðinn."

„Ég óska Phil alls hins besta en það eina sem ég einbeiti mér að er að hjálpa Liverpool að vinna eins marga leiki og er hægt og við byrjum á því gegn Man City á sunnudaginn."

Athugasemdir
banner
banner