banner
   fös 12. janúar 2018 22:07
Elvar Geir Magnússon
Misvísandi fréttir berast varðandi Naby Keita
Fer Naby Keita til Liverpool á sunnudag?
Fer Naby Keita til Liverpool á sunnudag?
Mynd: Getty Images
Nýjar fréttir bárust frá Þýskalandi varðandi Naby Keita í kvöld en greint var frá því að hann myndi spila sinn síðasta leik fyrir RB Leipzig á morgun og halda svo til Liverpool.

Samkomulag var um að Keita yrði leikmaður Liverpool í sumar en miðað við þessi tíðindi er samkomulag í höfn um að flýta vistaskiptum hans.

Blaðamaðurinn Chris Williams segir á Twitter að líkur séu á að Keita verði orðinn leikmaður Liverpool á sunnudag.

Eftir þessar fréttir skrifaði James Pearce hjá Liverpool Echo að samkvæmt sínum heimildum væri ekki búið að nást samkomulag milli Liverpool og Leipzig. Í raun væru viðræðum ekki að miða vel áfram.

Það eru því mjög misvísandi fréttir að berast varðandi þennan 22 ára miðjumann sem skorað hefur tvö mörk í þrettán leikjum fyrir Leipzig á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner