Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 12. janúar 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
U21 mætir Írum á undan Norður-Írum
U21 fær vináttuleik fyrir leikinn gegn Norður-Írum.
U21 fær vináttuleik fyrir leikinn gegn Norður-Írum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur komist að samkomulagi við Írland um að U21 landslið þjóðanna mætist í vináttulandsleik á Tallaght Stadium, heimavelli Shamrock Rovers í Dublin þann 22. mars.

U21 landsliðið á leik í undankeppni EM gegn N-Írlandi 26. mars, en leikstaður hefur ekki verið staðfestur.

Vináttuleikur gegn nágrönnunum á Írlandi verður góður undirbúningur fyrir íslensku strákana fyrir þann leik. U21 landslið þjóðanna hafa mæst tvisvar áður og voru báðir leikirnir í undankeppni EM árin 1996 og 1997. Ísland vann báða leikina 1–0.

U21 lið Íslands er í 3. sæti í undankeppni EM þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Eftir útileikinn gegn Norður-Írum á liðið fjóra leiki eftir í undankeppninni á þessu ári og þeir eru allir á heimavelli.

Leikir U21 á árinu
22. mars Írland - Ísland (Vináttuleikur)
26. mars Norður-Írland - Ísland
6. september Ísland - Eistland
11. september Ísland - Slóvakía
11. október Ísland - Norður-Írland
16. október Ísland - Spánn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner