Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 12. janúar 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zinedine Machach til Napoli (Staðfest)
Machach var lánaður til Marseille á síðasta tímabili.
Machach var lánaður til Marseille á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Zinedine Machach er búinn að skrifa undir fjögurra og hálfs árs samning við Napoli.

Machach er nýorðinn 22 ára gamall og kemur til Napoli á frjálsri sölu eftir að samingi hans við Toulouse var rift.

Franska félagið ákvað að reka miðjumanninn eftir slagsmál á æfingu í desember.

Machach hefur spilað 38 leiki fyrir Toulouse og Marseille en aldrei komið við sögu í landsleik.

Napoli er á toppi ítölsku deildarinnar og verður Machach í baráttu við ansi öfluga miðjumenn um byrjunarliðssæti.

Menn á borð við Amadou Diawara, Allan, Jorginho og Marek Hamsik eru þegar í leikmannahópnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner