Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 12. febrúar 2015 14:35
Elvar Geir Magnússon
Aftur hélt U17 hreinu og vann sigur
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslendingar og Norður Írar léku í dag seinni vináttulandsleik sinn í Kórnum á þremur dögum. Íslendingar unnu fyrri leikinn með einu marki gegn engu og gerðu nokkrar breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum. Leiknum lauk með, eins og þeim fyrri, með 1-0 sigri Íslands.

Fyrsta færið fengu Íslendingar á 7. mínútu þegar Máni Hilmarsson komst á auðan sjó en gestirnir björguðu naumlega. Bæði lið fengu ágætis færi í upphafi leiksins.

Eina mark leiksins kom á 31. mínútu eftir góða sókn íslenska liðsins þar sem boltinn gekk af vinstri kanti yfir til hægri þar sem Erlingur Agnarsson, leikmaður Víkings, setti boltann af yfirvegun í netið. Kolbeinn Birgir Finnsson með stoðsendingu.

Þetta reyndist eina mark fyrir hálfleiks þar sem íslenska liðið var nokkuð sterkari aðilinn.

Seinni hálfleikurinn var heldur tíðindalítill, sérstaklega framan af og liðin gáfu fá færi af sér. Gestirnir freistuðu þess að færa sig framar á völlinn en náðu ekki að ógna marki íslensku strákanna að neinu ráði. Það voru því íslensku strákarnir sem fögnuðu öðrum sigri gegn Norður Írum.

U17 er að búa sig undir milliriðil fyrir EM sem leikinn verður í Rússlandi í mars. Auk heimamanna eru Austurríki og Wales í riðli með Íslandi.

Halldór Björnsson, þjálfari U17 landsliðsins, fór í viðtal sem má sjá í spilaranum hér að ofan. Fyrir neðan má svo sjá viðtal við fyrirliðann í dag, Birki Val Jónsson, af SportTv sem sýndi leikinn beint.

Byrjunarlið Íslands í dag:
Andri Þór Grétarsson (m)
Alfons Sampsted
Ísak Atli Kristjánsson
Birkir Valur Jónsson (f)
Axel Óskar Andrésson
Kolbeinn Birgir Finnsson
Máni Austmann Hilmarsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Erlingur Agnarsson
Ægir Jarl Jónasson
Dagur Austmann Hilmarsson


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner