Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. febrúar 2016 12:30
Elvar Geir Magnússon
Arsenal að undirbúa tilboð í Reece Oxford?
Oxford hefur spilað 7 leiki fyrir aðallið West Ham.
Oxford hefur spilað 7 leiki fyrir aðallið West Ham.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt enskum fjölmiðlum er aðalnjósnari Arsenal, Steve Rowley, mikill aðdáandi hins 17 ára Reece Oxford hjá West Ham og hefur hann fylgst grannt með þróun mála hjá stráknum.

Arsene Wenger er sagður undirbúa 8 milljóna punda tilboð í Oxford en Arsenal horfir til margra af efnilegustu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar.

Í janúar reyndi félagið að fá bakvörðinn Ben Chilwell frá Leicester og hinn afar efnilega Ryan Sessegnon hjá Fulham ásamt því að komast að samkomulagi um nígerísku strákana Kelechi Nwakali og Samuel Chukwueze.

Oxford var magnaður gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og Wenger telur að hann sé gríðarlegt efni. Arsenal hefur um nokkurt skeið fylgst með honum, allt frá því áður en hann skrifaði undir hjá West Ham, en nú er röð áhugasamra félaga orðin ansi löng.

Njósnarar frá Manchester United og Manchester City hafa einnig horft á strákinn en samningur Oxford rennur út 2018. Hann getur bæði spilað sem miðvörður og miðjumaður og er gríðarlega öruggur á boltann.
Athugasemdir
banner
banner