Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 12. febrúar 2016 09:30
Elvar Geir Magnússon
Bjargar Meistaradeildin starfi Van Gaal?
Powerade
Mourinho er alltaf í fréttunum.
Mourinho er alltaf í fréttunum.
Mynd: Getty Images
Matuidi til Chelsea?
Matuidi til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Zaha í landsliðið?
Zaha í landsliðið?
Mynd: Getty Images
Rooney, Van Gaal, Mourinho, Matuidi, Higuain og fleiri góðir menn koma við sögu í slúðurpakka dagsins. Sturtið í ykkur Powerade og njótið!

Louis van Gaal (64) telur að hann verði áfram stjóri Manchester United á næsta tímabili ef hann skilar liðinu í Meistaradeildina. (Sun)

Jose Mourinho (53), fyrrum stjóri Chelsea, telur að hann muni aðeins fá starfið hjá United ef liðinu tekst ekki að komast í eitt af efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar. (Manchester Evening News)

Vængmaðurinn Gareth Bale (26) og miðjumaðurinn Luka Modric (30) hjá Real Madrid verða meðal þeirra sem Mourinho reynir að fá til United ef hann tekur við af Van Gaal. (Sport)

Fjárfestar Manchester United spurðu Ed Woodward ekki út í stöðu Van Gaal eða frammistöðu liðsins á fundi með framkvæmdastjóranum. (Guardian)

Veðbankar telja að Neymar (24), framherji Barcelona, sé líklegastur til að vera fyrstu kaup Mourinho á Old Trafford. (Metro)

Ray Wilkins, fyrrum aðstoðarstjóri Chelsea. telur að Mourinho gæti reynt að fá varnarmanninn John Terry (35) til Manchester United ef hann tekur við. (TalkSport)

Van Gaal segist hafa verið mjög óheppinn með meiðsli sem hafa haft áhrif á gengi United á tímabilinu. (Independent)

Tottenham er komið í alvarlegar viðræður við Marseille um kaup á belgíska sóknarmanninum Michy Batshuayi (22) sem skorað hefur 21 mark í 46 leikjum fyrir franska félagið. (L'Equipe)

Gonzalo Higuain (28) hjá Napoli hafnaði möguleika á að fara til Chelsea í janúar því bláliðar gátu ekki lofað honum byrjunarliðssæti. (Daily Mail)

Chelsea er vongott um að fá Blaise Matuidi (28) miðjumann Paris St-Germain sem gæti kostað 39 milljónir punda. (L'Equipe)

Willian (27) hjá Chelsea segir að hans fyrrum félag, Shaktar Donetsk, hafi hindrað möguleika Alex Teixeira á að spila fyrir brasilíska landsliðið með því að hafna tilboði frá Liverpool. (Squawka.com)

Liverpool er í leit að markverði og er nafn Marc-Andre ter Stegen (23) efst á blaði en félagið hefur einnig áhuga á Loris Karius (22) hjá Mainz. (Bleacherreport.com)

Emmanuel Eboue (32), fyrrum varnarmaður Arsenal, hefur fengið þau skilaboð að hann verði að komast í betra form til að fá samning hjá Sunderland. (Newcastle Chronicle)

Jan Mölby, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að stuðningsmenn eigi næst að berjast fyrir því að þak verði sett á verðið á miðjum fyrir aðkomustuðningsmenn á völlum. (Liverpool Echo)

Vængmaðurinn Wilfried Zaha (23) hjá Crystal Palace á skilið að komast í enska landsliðshópinn. Þetta segir Alan Pardew, stjóri Crystal Palace. (Croydon Advertiser)

Ronny Deila, stjóri Celtic, segist hafa liðið eins og glæpamaður þann kafla sem Celtic gekk illa. (Daily Record)

Francesco Guidolin, stjóri Swansea, vill að hans leikmenn horfi til ítalskra leikmanna þegar kemur að því að verjast föstum leikatriðum. (Wales Online)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner