Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. febrúar 2016 15:00
Alexander Freyr Tamimi
Bjarni Ben spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Bjarni Benediktsson spáir marki frá Benteke.
Bjarni Benediktsson spáir marki frá Benteke.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Lingard skorar sigurmark Man Utd samkvæmt spá Bjarna.
Lingard skorar sigurmark Man Utd samkvæmt spá Bjarna.
Mynd: Getty Images
Benteke skorar gegn gömlu félögunum samkvæmt spá Bjarna.
Benteke skorar gegn gömlu félögunum samkvæmt spá Bjarna.
Mynd: Getty Images
Dagur Sigurðsson gerði Þýskaland að Evrópumeisturum í handbolta á dögunum og spáði hann í leiki síðustu helgar í enska boltanum á Fótbolta.net. Var hann með þrjá rétta.

Spámaður helgarinnar er Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni er mikill fótboltaáhugamaður og styður Stjörnuna í Garðabæ.



Sunderland 0 - 1 Manchester United (12:45 á morgun)
Þetta verður ekki auðveldur útisigur en mínir menn klára þetta eins og hvert annað verkefni. Jesse Lingard er kominn á skrið. Það er enginn í Sunderland sem getur stoppað hann þegar hann snýr sér í teignum og setur hann í samskeytin. Ef svo ólíklega vill til að boltinn fari í stöngina í því skoti kemur Martial og klárar þetta.

Swansea 1 - 0 Southampton (15:00 á morgun)
Þetta verður aukaspyrnumark. Brotið um 25 metra frá markinu. Þarf að ræða það eitthvað hver tekur spyrnuna? Annars er Southampton með mjög öflugt lið og það er eiginlega óskhyggja hjá mér að þeir fari frá Wales án þess að skora.

Bournemouth 1 – 1 Stoke (15:00 á morgun)
Ekkert að frétta hér svo sem. Bournemouth hafa unnið 7 leiki en eru ekki brasilíska landsliðið. Stoke hefur komið mér á óvart með ágætis leik inn á milli. Ég held þetta verði stál í stál en samt koma tvö mörk. Arnautovic verður erfiður fyrir okkur þegar við mætum Austurríki í Frakklandi í sumar.

Crystal Palace 3 - 2 Watford (15:00 á morgun)
Heimamenn hafa sigur. Bæði lið hafa spilað opna leiki og geta skorað mörk. Fjörugasti leikur helgarinnar.

Everton 2 - 0 West Bromwich (15:00 á morgun)
Everton er með gott lið. West Bromwich er ekki með eins gott lið. Þess vegna vinnur Everton þegar þessi tvö lið mætast. Ef boltinn væri bara svona einfaldur! En samt, stundum vinnur betra liðið.

Norwich 1 - 1 West Ham (15:00 á morgun)
Það hefur ekkert gengið hjá Norwich en eftir fimm töp í röð ná þeir að klóra í jafntefli. Össur Skarphéðinsson, eini stuðningsmaður liðsins á Íslandi, fagnar ógurlega.

Chelsea 2 - 1 Newcastle (17:30 á morgun)
Tveir menn eru staddir á eyðieyju. Annar segir skyndilega: Ohh, Newcastle tapaði í dag – Hvernig veistu það, spyr hinn. – Nú það er laugardagur, umferð í ensku!

Arsenal 2 - 1 Leicester (12:00 á sunnudag)
Klárlega leikur helgarinnar. Arsenal spilar frábæran fótbolta á góðum degi en Leicester hlýtur að teljast óvæntasta lið deildarinnar og sennilega enginn sem hefði trúað því að liðið yrði með fimm stiga forskot á þessum tíma árs. En Arsenal hefur það, eftir að hafa lent undir og Sigmar Guðmunds þarf ekki að gráta sig í svefn.

Aston Villa 1 - 2 Liverpool (14:05 sunnudag)
Benteke snýr heim og skorar. Gott ef ekki sigurmarkið. Góð vika hjá stuðningsmönnum Liverpool sem náðu líka að halda miðaverðinu óbreyttu. Og loksins mætir Guðlaugur Þór í góðu skapi í vinnuna á mánudegi!

Manchester City 2 - 3 Tottenham (16:15 á sunnudag)
Annar toppleikur helgarinnar. Harry Kane tryggir Tottenham sigurinn í miklum baráttuleik.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Arnór Atlason (5 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Dagur Sigurðsson (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (3 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner