fös 12. febrúar 2016 20:21
Óðinn Svan Óðinsson
Claudio Ranieri: Pressan er á Arsenal
Ranieri
Ranieri
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri knattspyrnustjóri Leicester City segir enga pressu vera á sýnum mönnum í baráttunni um englandsmeistaratitilinn.

Fyrir tímabilið reiknuðu fleiri með því að liðið yrði að berjast á botni deildarinnar en ekki á toppi hennar eins og raunin varð.

Leicester sem hefur fimm stiga forskot á toppi deildarinnar fá tækifæri til að styrkja stöðu sína enn betur á toppnum þegar liðið mætir Arsenal á sunnudaginn.

Leicester hefur aðeins tapað tveimur leikjum á leiktíðinni en annar þeirra var einmitt gegn Arsenal á King Power vellinum í september en þá lágu þeir 5-2.

„Pressan er á hinum liðunum. Það er mikil pressa á Arsenal vegna þess að þeir hafa eytt miklum peningum í leikmannakaup á hverju einasta ári,” sagði Ranieri
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner