banner
   fös 12. febrúar 2016 09:39
Magnús Már Einarsson
Fjölnir selur Aron Sigurðarson til Tromsö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir hefur samþykkt að selja kantmanninn Aron Sigurðarson til Tromsö í Noregi.

Aron er á leið til Noregs þar sem hann mun skrifa undir þriggja ára samning eftir læknisskoðun.

„Kaupverðið er trúnaðarmál. Samhliða sölunni á Aron þá hafa félögin tvö gert með sér samkomulag um frekara samstarf sem m.a. mun fela í sér að Fjölnir mun senda efnilega leikmenn til æfinga hjá Tromsö," segir í yfirlýsingu frá Fjölni.

Aron fór til Tromsö á reynslu í janúar og félagið hefur verið í viðræðum við Fjölni að undanförnu.

Hinn 22 ára gamli Aron spilaði sinn fyrsta landsleik á dögunum og skoraði gegn Bandaríkjunum.

Aron er uppalinn Fjölnismaður en hann hefur skorað 23 mörk í 103 meistaraflokksleikjum á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner