Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. febrúar 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Fólk í Noregi um Eið Smára: „Wow - er þetta satt?"
Morten Stokstad (til vinstri) starfar hjá Verdens Gang.  Hann er spenntur fyrir því að fá Eið Smára í norsku úrvalsdeildina.
Morten Stokstad (til vinstri) starfar hjá Verdens Gang. Hann er spenntur fyrir því að fá Eið Smára í norsku úrvalsdeildina.
Mynd: Samsett
Eiður er á leið í norska boltann.
Eiður er á leið í norska boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mikil spenna ríkir hjá norskum fótboltaáhugamönnum eftir að Molde fékk Eið Smára Guðjonhsen í sínar raðir. Moretn Stokstad, einn þekktasti íþróttafréttamaður Norðmanna, segir að fólk í Noregi hafi átt erfitt með að trúa fréttunum um Eið.

„Flestir eru mjög spenntir, fyrir utan stuðningsmenn Rosenborg (núverandi meistarar). Fyrstu viðbrögð hjá mörgum við þessum fréttum voru 'Wow - er þetta satt?* Eiður Guðjohnsen er mjög virtur fótboltamaður í Noregi, hann hefur vonandi ennþá gæðin til að gera gæfumuninn í Tippeligaen (norsku úrvalsdeildinni)," sagði Morten við Fótbolta.net í dag.

Morten segir að Eiður Smári sé þekktasti erlendi leikmaðurinn sem kemur í norsku úrvalsdeildina.

„Margir góðir leikmenn hafa vaxið í Noregi og orðið stjörnur eftir að þeir spiluðu hér en Gudjohnsen er líklega stærsta nafnið sem kemur í Tippeligaen. Frábærir norskir leikmenn eins og Tore Andre Flo, Ronny Johnsen og Steffen Iversen hafa átt frábæra endurkomu í Tippeligaen, en þetta er erlendur leikmaður. Önnur stór erlend nöfn sem hafa komið til Noregs í lok ferilsins eru: Mathias Almeyda, Uwe Rösler, Arthur Albiston, Paul Davis, Lee Chapman."

Gæti spilað á kantinum
Molde endaði í 6. sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en liðið ætlar sér stærri hluti undir stjórn Ole Gunnar Solskjær sem tók við liðinu á nýjan leik undir lok síðasta tímabils.

„Eftir endurkomu Solskjær til Noregs þá hefur Molde fengið marga unga leikmenn. Hann er að byggja upp nýtt Molde lið en hann þarf reynslu. Hann þarf líka sárlega á framherja að halda. Ég skil mjög vel að hann vilji prófa Eið Guðjohnsen sem vill ólmur komast í gott stand fyrir EM 2016. Ég reikna með að Eiður spili frammi eða á kantinum hjá Molde."

Hörð toppbarátta
Morten reiknar með að Molde verði í baráttu um titilinn í ár en fleiri lið koma til greina í toppbaráttunni.

„Persónulega tel ég að Solskjær þurfi kannski tíma til að byggja upp nýtt Molde lið. Veðbankar telja jafn líklegt að þeir vinni Tippaligaen eins og Rosenborg. Ég held að þetta verði hörku keppni á þessu tímabili og Rosenborg, Molde, Odd Grenland verða í baráttunni sem mog mögulega Strømsgodset, Vålerenga og Lillestrøm," sagði Morten.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner