Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. febrúar 2016 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gilberto Silva: Coquelin besti varnartengiliður deildarinnar
Mynd: Getty Images
Gilberto Silva er einn af bestu varnartengiliðum sem Arsenal hefur haft innanborðs, en á tíma sínum hjá félaginu lék hann 170 deildarleiki og á auk þess 93 landsleiki að baki fyrir Brasilíu.

Gilberto segist hafa miklar mætur á Francis Coquelin, frönskum varnartengiliði Arsenal.

„Coquelin verður betri með hverjum leiknum og er þegar orðinn miklu betri heldur en á síðasta tímabili, hann er besti djúpi miðjumaðurinn í deildinni," sagði Gilberto við 888sport.

„Hann er að læra betur og betur á hlutverk sitt á miðjunni og mun hans frammistaða skipta sköpum á lokakafla tímabilsins.

„Hann er ungur leikmaður og er að gera frábæra hluti, ég vona að hann verði hjá Arsenal til lengri tíma því hann gæti komist í hvaða lið sem er."


Coquelin er aðeins 24 ára gamall en á 57 deildarleiki að baki fyrir Arsenal og hefur verið ómissandi partur af byrjunarliðinu síðustu misseri.
Athugasemdir
banner
banner