Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. febrúar 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Toppslagur á Juventus Stadium
Napoli heimsækir Juve í toppslag í Tórínó.
Napoli heimsækir Juve í toppslag í Tórínó.
Mynd: Getty Images
Það er spennandi helgi framundan í ítalska boltanum og hefst hún á viðureign nýliða Carpi og AS Roma í kvöld.

Empoli tekur á móti Frosinone í fyrsta leik morgundagsins áður en Chievo mætir Sassuolo.

Stórleikur helgarinnar er á dagskrá annað kvöld þegar Juventus tekur á móti Napoli í toppslag í Tórínó. Napoli er á toppi deildarinnar með tveggja stiga forystu á Juve, en Fiorentina er í þriðja sæti, átta stigum á eftir Juve.

Hádegisleikur sunnudagsins verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport, þar sem AC Milan tekur á móti Genoa.

Emil Hallfreðsson og félagar í Udinese mæta Bologna og lokaleikur helgarinnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4, þar sem Fiorentina sem er í þriðja sæti mætir Inter sem er stigi á eftir í því fjórða.

Föstudagur:
19:45 Carpi - AS Roma

Laugardagur:
14:00 Empoli - Frosinone
17:00 Chievo - Sassuolo
19:45 Juventus - Napoli (Stöð 2 Sport 3)

Sunnudagur:
11:30 AC Milan - Genoa (Stöð 2 Sport)
14:00 Palermo - Torino
14:00 Sampdoria - Atalanta
14:00 Udinese - Bologna
19:45 Fiorentina - Inter (Stöð 2 Sport 4)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner