Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. febrúar 2016 16:30
Magnús Már Einarsson
Kristófer Eggertsson í HK (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Kristófer Eggertsson hefur gengið til liðs við HK í 1. deildinni.

Hinn tvítugi Kristófer hefur leikið með HK í Fótbolta.net mótinu og hann hefur nú fengið leikheimild með liðinu.

Kristófer er uppalinn hjá HK og gekk í raðir KR árið 2011. Á síðasta tímabili hjálpaði hann Víkingi Ólafsvík að vinna 1. deildina.

Kristófer spilaði 18 leiki í 1. deildinni í fyrra en hann skoraði einnig sjö mörk í 14 leikjum í 1. deildinni með KV sumarið 2014.

Miklar breytingar hafa orðið hjá HK í vetur en Kristófer er tíundi leikmaðurinn sem kemur til félagsins frá því síðastliðið sumar.

Áður höfðu Fannar Freyr Gíslason, Hákon Ingi Jónsson, Hinrik Atli Smárason, Ingimar Elí Hlynsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Ragnar Leósson, Reynir Haraldsson, Teitur Pétursson og Viktor Smári Segatta komið til HK.
Athugasemdir
banner
banner