fös 12. febrúar 2016 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Mourinho getur sigrað Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Frank Lampard hefur fulla trú á því að Jose Mourinho geti gert góða hluti hjá Manchester United, taki hann við Rauðu djöflunum.

Lampard hefur starfað náið með Mourinho í gegnum árin og segir það skipta gríðarlega miklu máli að Mourinho sé einn af þeim þjálfurum sem hefur staðið hvað mest í Pep Guardiola, sem tekur við Manchester City í sumar.

„Ég hef ekki fengið tækifæri til að spjalla almennilega við Jose. Við töluðum smá saman þegar hann var látinn fara frá Chelsea en höfum ekki rætt hlutina almennilega," sagði Lampard við ITV.

„Mér finnst líklegt að hann haldi sér sallarólegum út tímabilið og taki svo við einhverju risastóru félagi í sumar.

„Það er alltaf möguleiki að taka við Man Utd, hann er stjóri í heimsklassa og getur án nokkurs vafa höndlað félag á stærðargráðu við Man Utd.

„Mourinho er einn af þessum stjórum sem getur sigrast á Pep Guardiola og leikaðferðum hans. Mourinho hafði nokkrum sinnum betur gegn Pep þegar hann stýrði Real Madrid og Inter, ég veit ekki um neinn annan sem getur staðið jafn vel í Pep."


Lampard er sem stendur leikmaður New York City FC í bandarísku MLS deildinni, þar sem hann hefur gert 3 mörk í 10 deildarleikjum.

Lampard lék undir stjórn Mourinho hjá Chelsea frá 2004 til 2007 og aftur tímabilið 2013-14.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner