Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 12. febrúar 2016 12:00
Mate Dalmay
Ráðabrugg 26. umferðar: Chelsea leikmenn Costa of mikið
Mynd: thule
Ross Barkley er búinn að spila vel fyrir Everton í síðustu leikjum
Ross Barkley er búinn að spila vel fyrir Everton í síðustu leikjum
Mynd: Getty Images
Ráðabrugg Thule er fastur liður fyrir hverja umferð í ensku deildinni þar sem talað er af visku og gefin góð ráð til keppenda í Fantasydeild Thule og Fótbolti.net. Þó skal taka sérstaklega fram að Thule tekur enga ábyrgð ef ráðin reynast mönnum illa.

Ráðabrugg 26. umferðar

Það er svakaleg umferð í ensku deildinni um helgina. Fjögur efstu liðin mætast innbyrðis í leikjum sem munu leggja línurnar fyrir lokabaráttuna um titilinn. Það er oft happa glappa að spá í svona leiki fantasy-lega séð en það er blákalt mat Ráðabruggsins að ekkert liðanna muni halda hreinu. Já, og Sergio Agüero skorar þrennu.

Liverpool eru að eiga furðulegt tímabil. Eina stundina eru þeir að slátra Manchester City og þá næstu eru þeir að tapa á móti um það bil hvaða liði sem er. Stilli knattspyrnulið upp 11 leikmönnum þá myndum við áætla að líkurnar að það sigri gegn Liverpool Football Club væru í kringum 50/50, jafnvel þó svo að téðir 11 leikmenn væru í bland fótalausir og lögblindir.

Hvað sem því líður, þá er Liverpool-leikmaður sem gott er að hafa í Fantasy-liðinu sínu. Roberto Firmino er búinn að skora 5 mörk það sem af er ári og er að spila sem framherji. Þar sem hann er skráður sem miðjumaður í Fantasy-kerfinu er hann að hala inn stigum. Hann elskar að skora gegn þessum minni liðum og setur hann snyrtilega um helgina gegn Aston Villa.

Tveir flottir deildarsigrar hjá Everton í röð, 3-0 báðir. Þeir eru ásamt grönnum sínum í Liverpool í einskismannslandi þessa stundina en gætu skellt sér í ágætis baráttu um Evrópudeildarsæti. Ross Barkley er að eiga flott tímabil inn á miðjunni og er ásamt Lukaku potturinn og pannan í sóknarleik Everton-liðsins. Þeir eiga heimaleik gegn West Brom liði sem hefur ekki unnið í síðustu fimm deildarleikjum. Mark og assist á Barkley.

Ráðabruggið ræður öllum Fantasy-spilurum eindregið frá því að vera að vesenast með Chelsea-menn í liðinu sínu. Þó verður að viðurkennast að það gæti verið tímabært að gefa Diego Costa séns. Hann hefur skorað í fjórum af sex síðustu leikjum Chelsea og liðið ekki enn tapað í deildinni á nýju ári. Gætu slátrað Newcastle um helgina.

Fyrirliðar helgarinnar:

1. Sergio Agüero
2. Diego Costa
3. Ross Barkley
Athugasemdir
banner
banner
banner