Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 12. febrúar 2016 12:06
Magnús Már Einarsson
Solskjær um Eið Smára: Þetta er frábært fyrir félagið
Ole Gunnar Solskjær og Eiður Smári Guðjohnsen.
Ole Gunnar Solskjær og Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Heimasíða Molde
„Það er frábært fyrir félagið að fá svona reyndan og góðan leikmann eins og Eiður er," sagði Ole Gunnar Solskjær þjálfari Molde eftir að Eiður Smári Guðjohnsen samdi við félagið í dag.

„Hann er gæða leikmaður sem kemur með reynsluna og karakterinn sem við þurfum á að halda. Félagið á eftir að hagnast að því að fá hann. Hann er að fara á lokaskrefin á ferlinum og ætlar með Íslandi á EM."

Solskjær segir að hinn 37 ára gamli Eiður eigi eftir að miðla af reynslu sinni hjá Molde.

„Við erum með marga unga og efnilega leikmenn sem hafa gott af því að fá leiðbeiningar innan sem utan vallar. Það er gott fyrir okkur þjálfarana að fá leikmann í hópinn sem hefur spilað á Englandi, Spáni og Frakklandi með stórum liðum og góðum leikmönnum og þjálfurum."
Athugasemdir
banner
banner
banner