Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. febrúar 2016 09:07
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Sölvi Ottesen: Verð ekkert lélegri eftir þrjá mánuði
Telur sig eiga heima í EM-hópnum
Sölvi Geir Ottesen telur sig eiga heima í hópnum sem fer á EM.
Sölvi Geir Ottesen telur sig eiga heima í hópnum sem fer á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Það vakti athygli á dögunum þegar varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen færði sig um set í Kína og fór til Wuhan Zall sem leikur í B-deildinni þar í landi. Sölvi varð bikarmeistari með Jiangsu Suning í fyrra en félagið hefur gert miklar breytingar og skipt algjörlega um erlenda leikmenn.

Þrátt fyrir að vera að stíga skref niður telur Sölvi sig eiga heima í landsliðshópnum sem fer á EM í Frakklandi í sumar.

„Ég geri mér grein fyrir því að standardinn í þessari deild er ekki eins góður og í úrvalsdeildinni en stefna félagsins er skýr. Það ætlar að ná árangri og vinna sér sæti í deild þeirra bestu," segir Sölvi í viðtali við Morgunblaðið í morgun.

Sölvi er 31 árs gamall og hefur leikið alls 28 leiki fyrir A-landsliðið.

„Það er klárlega markmiðið að komast í lokahópinn. Ég hugsaði aðeins út í það þegar ég samdi við Wuhan Zall hvort það gæti haft áhrif á landsliðið. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég yrði ekkert lélegri leikmaður eftir þrjá mánuði. Mér finnst ég eiga heima í þeim hópi sem fer til Frakklands þó svo að ég sé kominn í B-deildina hér í Kína."

„Menn hafa spilað í næstefstu deild í Noregi og víðar og komist í landsliðið. Þeir Lars og Heimir vita hvað ég get," segir Sölvi við Morgunblaðið en hann hefur verið varamaður fyrir Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson sem mynda miðvarðapar Íslands númer eitt.
Athugasemdir
banner
banner