Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. febrúar 2016 15:15
Elvar Geir Magnússon
Valcke í 12 ára fótboltabann - Reyndi að eyða skjölum
Valcke er þrjótur.
Valcke er þrjótur.
Mynd: Getty Images
Frakkinn Jerome Valcke, sem var í janúar rekinn sem framkvæmdastjóri FIFA, hefur verið dæmdur í tólf ára bann frá afskiptum af fótbolta. Bannið tekur gildi samstundis.

Valcke hefur verið dæmdur sekur um allskyns svindl og svínarí. Hann hagnaðist ólöglega á ýmsan hátt, meðal annars gegnum miðasölu á leiki HM og sjónvarpsréttasamninga en hann er einnig sakaður um að hafa tekið þátt í mútumálum.

Ofan á það reyndi hann vísvitandi að hindra framgang réttvísinnar og koma í veg fyrir rannsóknir á sínum málum. Hann reyndi að eyða ýmsum upplýsingum og skjölum sem sönnuðu sekt hans.

Gríðarleg spilling hefur grasserað í alþjóðlegum fótbolta um margra ára skeið en viðamikil rannsókn er í gangi og margt óhreint sem hefur komið upp á yfirborðið.
Athugasemdir
banner
banner