banner
   fös 12. febrúar 2016 19:02
Óðinn Svan Óðinsson
Will Keane - Lausnin við framherjavanda Man Utd?
Will Keane
Will Keane
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt og ritað um vandamál Manchester United við að skora mörk á leiktíðinni og hefur þjálfari liðsins, Louis van Gaal, mikið verið gagnrýndur fyrir að kaupa ekki sóknarmann í janúar.

Gaal lét Javier Hernadez fara í haust en það skildi liðið eftir í þeirri aðstöðu að Wane Rooney virtist eini kostur liðsins í stöðu framherja. Þó svo að Rooney hafi gengið ágætlega fyrir framan markið í undanförnum leikjum var það alls ekki uppi á teningnum fyrir áramót þegar kappanum var gjörsamlega fyrirmunað að skora mörk.

Eins og áður segir vildu margir sjá Van Gaal sækja sér framherja í janúarglugganum en Hollendingurinn ákvað þess í stað að kalla Will nokkrun Keane til baka úr láni. Keane þessi hafði verið á láni hjá Preston í ensku Championship deildinni og skorað 1 mark í 20 leikjum.

Ekki beint heillandi tölfræði og eflaust margir sem klóruðu sér í hausnum yfir því hvernig þessi maður ætti að hjálpa Manchester United að skora.

Keane hefur verið látin spila með varaliði félagsins frá því hann var kallaður til baka frá Preston og þar hefur hann heldur betur verið að minna á sig. Keane hefur spilað 7 leiki fyrir varaliðið frá því hann kom og hefur hann skorað hvorki meira né minna en 10 mörk í 7 leikjum. Auk þess hefur hann lagt upp 4 mörk fyrir félaga sína í leikjunum 7.

Bæði Louis van Gaal og Ryan Giggs sáu Keane skora 5 mörk í 7-0 sigri liðsins á Norwich á dögunum.

Þeir félagar eru augljóslega ánægðir með drenginn því hann var valinn í evrópudeildar hóp liðsins og þá er hann einnig í leikmannahópi United sem mætir Sunderland á morgun.

Hér að neðan má sjá mörkin sem Keane skoraði gegn Norwich


Athugasemdir
banner
banner