Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fim 12. apríl 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Leeds vildi fá Ísak
Ísak Óli Ólafsson verður í eldlínunni með Keflavík í Pepsi-deildinni í sumar.
Ísak Óli Ólafsson verður í eldlínunni með Keflavík í Pepsi-deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska félagið Leeds vildi fá Ísak Óla Ólafsson, varnarmann Keflavíkur í sínar raðir eftir að hann var á reynslu hjá félaginu síðastliðið haust. Hinn 17 ára gamli Ísak var valinn efnilegastur í Inkasso-deildinni í fyrra en hann hjálpaði Keflavík að komast upp í Pepsi-deildina.

Eftir tímabilið fór hann til Englands á reynslu hjá Leeds og Derby. Ísak skoraði meðal annars í leik með varaliði Leeds og félagið vildi fá hann í sínar raðir.

„Það gekk rosalega vel úti og allt í kringum þetta var flott. Ég held að það sé hins vegar betra að vera á Íslandi og spila meistaraflokksbolta en að fara í U19 ára liði þarna úti," sagði Ísak í viðtali við Fótbolta.net í dag. „Þetta voru litlir peningar í akademíunni fyrir mig og litlir peningar fyrir Keflavík."

Ísak neitar því ekki að það hafi verið erfitt að afþakka boð um að fara út í atvinnumennsku. „Það var erfitt en maður þarf að horfa á hvað maður hefur það gott hérna heima. Grasið er ekki alltaf grænna hinumegin."

„Aðstaðan var mjög flott þarna en mér fannst ekki vera mikill munur á þjálfuninni. Það var old school þjálfun þarna, Leeds er þannig félag. Það var mjög góð reynsla að fara þarna."

Sjá einnig:
Bræðurnir í Keflavík: Liggur við að við förum í slag á æfingum
Athugasemdir
banner
banner
banner