Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   mán 12. maí 2014 10:32
Magnús Már Einarsson
Hallgrímur búinn að hlaupa næstmest í dönsku deildinni
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Jónasson, leikmaður SønderjyskE, hefur hlaupið næstflesta kílómetra af öllum leikmönnum í dönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Hallgrímur hefur samtals hlaupið 330,3 kílómetra í 29 leikjum með SønderjyskE á tímabilinu.

Nicolaj Thomsen, leikmaður Aab, hefur hlaupið mest eða samtals 345,1 kílómetra en um er að ræða tölfræði eftir 30 umferðir í dönsku deildinni.

Á þessu tímabili hefur Hallgrímur leikið í vörninni, á miðjunni og í fremstu víglínu hjá SønderjyskE en hann hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá liðinu.

Hallgrímur skoraði í mikilvægum 3-0 sigri SønderjyskE á AGF í gær.

Með sigrinum náði SønderjyskE að gulltryggja sæti sitt í dönsku úrvalsdeildinni en liðið er fimm stigum frá fallsvæðinu fyrir lokaumferðina.
Athugasemdir
banner
banner