Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. júní 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Ný regla á 6. flokks móti á Selfoss - Markvörður verður að spila út
Set mótsmeistarar Fram.
Set mótsmeistarar Fram.
Mynd: Selfoss
Um helgina fóru fram tvö mót á Selfossi í 6. flokki karla og kvenna en þar vakti ný regla mikla lukku.

Á báðum þessum mótum var spilað eftir frábærri reglu sem nefnist “bannað að negla, reglan.”

Þar verða markverðir liða að spila út á næsta mann. Varnarliðunum er ýtt aftur fyrir miðlínu og mega ekki pressa fyrr en markvörður hefur komið bolta í leik.

Þannig gefst krökkunum tækifæri að spila út frá öftustu línu, læra að byggja upp sókn og vonandi verða betra knattspyrnufólk.

Lindex mótið fyrir 6.flokk kvenna fór fram á fimmtudaginn en Lindex móts meistari varð lið Stjörnunar. Rúmlega 250 stelpur tóku þátt þetta árið og mun mótið væntanlega verða mun stærra á næsta ári

Á laugardag og sunnudag fór svo árlega Set mótið fram en mótið er haldið fyrir yngra ár 6.flokks ár hvert. Tæplega 600 strákar í 100 liðum frá 20 félögum tóku þátt þetta árið. Set móts meistarar árið 2017 var lið Fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner