Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. júlí 2017 19:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Swansea birti myndband til að sanna að Gylfi væri mættur
Mynd: Getty Images
Það hefur mikið verið rætt og skrifað um íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson í sumar. Enskir, íslenskir og fjölmiðlar í öðrum löndum hafa verið duglegir að fjalla um Gylfa.

Gylfi átti frábært tímabil með Swansea og var stærsta ástæðan fyrir því að liðið hélt sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Í sumar hefur hann verið sterklega orðaður við Everton og það bendir margt til þess að hann sé á leið þangað.

Swansea er þessa stundina að spila æfingaleik gegn Barnet og þar er Gylfi á meðal varamanna.

Til þess að sanna að Gylfi væri mættur í leikinn birti Swansea myndband af honum að ganga út úr liðsrútunni.

Twitter-færslan um Gylfa hefur vakið langmesta athygli af þeim færslum sem félagið hefur birt í kringum leikinn.

Hér að neðan má sjá myndbandið.



Athugasemdir
banner
banner