lau 12. ágúst 2017 19:15
Magnús Már Einarsson
Evrópubaráttan harðnar - Þrjú efstu liðin ná Evrópusæti
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir sigur ÍBV á FH í úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld er ljóst að þrjú efstu sætin í Pepsi-deildinni í sumar gefa sæti í Evrópukeppnum á næsta ári.

Ef FH hefði unnið leikinn í kvöld hefðu fjögur efstu sætin í Pepsi-deildinni gefið Evrópusæti svo framarlega sem FH hefði endað í einu af fjórum efstu sætunum í deildinni.

Svo verður ekki núna því ÍBV fer í Evrópudeildina á næsta ári sem bikarmeistari.

Efstu þrjú sætin gefa núna Evrópusæti og mikil spenna er því framundan í baráttunni í haust.

Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni eftir 14 umferðir.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner