Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 12. ágúst 2017 18:46
Brynjar Ingi Erluson
Gunnar Heiðar um ávísunina: Þetta fer beint á Lundann!
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði sigurmark ÍBV
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði sigurmark ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður ÍBV, var með ósvikin viðbrögð eftir 1-0 sigur liðsins á FH í úrslitaleik Borgunarbikarsins í dag. ÍBV vann sinn fyrsta bikar frá því liðið vann Leiftur fyrir 19 árum síðan.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  0 FH

Gunnar Heiðar, sem er 35 ára gamall, kom aftur heim til ÍBV eftir að hafa leikið í atvinnumennsku til fjölda ára. Það var því kærkomið að hann skildi skora sigurmarkið og fagna bikarsigri í dag.

„Nei, það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Þetta er búið að vera draumur frá því ég var lítill Peyji og að vinna þetta núna 35 ára, það er geggjað," sagði Gunnar Heiðar við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Þetta er búið að vera þvílíkt strit og hefur verið erfitt og ég ætlaði að ná þessu einhverntímann á ævinni og loksins tókst það. Ef ég á að segja alveg eins og vera hreinskilinn og ég sagði við Fótbolta.net fyrr í dag að mig langaði að fá FH frekar en Leikni og það hefur hentað betur að vera underdogs."

ÍBV spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og átti markið vel verðskuldað er Gunnar Heiðar skoraði. Það dugði þrátt fyrir að liðið datt aftur í seinni hálfleik.

„Við vissum nákvæmlega hvað við ætluðum að gera. Við gerðum það í fyrri hálfleik og sýndum að við erum flott lið og okkur er skítsama. Við náðum að standast þetta í dag, 1-0, gæti ekki verið meira saman hvernig við gerum þetta."

ÍBV fékk eina milljón frá Borgun í verðlaun. Hún verður leyst út og farið beint með hana á Lundann í Vestmannaeyjum.

„Þetta fer beint á Lundann. Ég veit að þeir eru hættir að taka ávísanir en við förum og skiptum þessu," sagði Gunnar Heiðar sáttur.

Það var vel tekið á móti Eyjamönnum er handboltaliðið vann Íslandsmeistaratitilinn fyrir nokkrum árum. Hann vonar að það verði svipaðar móttökur.

„Þegar maður bjó úti og búinn að horfa á handboltann gera þetta í nokkur ár og ég hugsaði djöfull skal ég gera þetta með fótboltanum og það er eins gott að það verði góðar móttökur, trúi ekki öðru."

„Ég get lofað að það er alvöru stemmning í kvöld og langt fram á nótt. Við sögðum við fólk á þjóðhátíð að spara okkur á sunnudaginn, því við tökum aðra á laugardaginn,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner