banner
   lau 12. ágúst 2017 13:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Hefðum átt að vinna - Jöfnunarmarkið rangstaða
Mynd: Getty Images
„Við vorum óheppnir í endann. Jöfnunarmarkið var rangstaða," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, við blaðamenn eftir 3-3 jafntefli gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Þetta var augljós rangstaða og aðstoðardómarinn á að sjá þetta," sagði Klopp enn fremur um jöfnunarmark Watford.

„Fyrsta mark Watford kom eftir góða sendingu og gott hlaup. Það var gott mark. Mjög vel gert. Ég var ekki ánægður með fyrri hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn var miklu betri."

Watford jafnaði í 3-3 með marki í uppbótartíma.

„Við gleymdum að loka leiknum. Við vörðumst aftarlega. Við verðum að ýta upp. Bæði lið áttu í vandræðum með að spila þessar 90 mínútur, en þetta er fyrsti leikurinn og það er eðlilegt."

„Við vorum betra liðið í þessum leik og hefðum átt að vinna."

Philippe Coutinho er búinn að biðja um sölu frá Liverpool og er líklega á leið til Barcelona. Blaðamenn nýttu tækifærið á Vicrage Road og fengu fréttir frá Klopp um Coutinho.

„Ég get ekki sagt mikið núna. Ég ber ábyrgð á öllu liðinu. Einbeiting mín verður að vera á þeim leikmönnum sem eru klárir að spila. Ég hef engin áhrif á þá sem eru ekki tilbúnir."
Athugasemdir
banner
banner
banner