Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. ágúst 2017 18:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Matthías lagði upp sigurmark Rosenborg gegn Molde
Mynd: Rosenborg
Molde 1 - 2 Rosenborg
1-0 F. Brustad ('4)
1-1 N. Bendtner ('73)
1-2 A. Konradsen ('85)

Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður þegar Rosenborg mætti Molde í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Molde komst yfir í leiknum strax á fjórðu mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik.

Matthías Vilhjálmsson kom inn á eftir rétt tæpan klukkutíma og þá fóru hlutirnir að gerast.

Nicklas Bendtner jafnaði á 73. mínútu og þegar lítið var eftir komst Rosenborg yfir, en Matthías lagði upp sigurmarkið.

Björn Bergmann Sigurðarson spilaði leikinn fyrir Molde.

Rosenborg er á toppnum í deildinni með tíu stigum meira en Molde, sem er í þriðja sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner