Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mán 12. október 2015 15:22
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Alfreð: Vilja allir vera í byrjunarliðinu í Frakklandi
Icelandair
Frá æfingu íslenska landsliðsins í Konya í dag. Alfreð hoppar manna hæst.
Frá æfingu íslenska landsliðsins í Konya í dag. Alfreð hoppar manna hæst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason, framherji Olympiakos og íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir lokaleik undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi sem fram fer í Konya annað kvöld.

Þegar Fótbolti.net náði tali af Alfreð á hóteli íslenska landsliðsins í dag voru hann og Kolbeinn Sigþórsson búnir að vera að skjóta á hvorn annan í viðurvist íslenskra fjölmiðla. Það var þó allt í gríni gert.

„Það verður að vera gaman að þessu, við erum búnir að vera lengi saman þannig að það er kominn smá galsi í menn. Það er gaman að þessu," sagði Alfreð við Fótbolta.net.

„Þetta er bara eins og best er á kosið fyrir okkur að þurfa ekki að millilenda og geta æft í gærmorgun. Það er eðlilegt að það sé smá þreyta í morgunsárið og vonandi verðum við bara ferskir þegar flautan gellur."

Vilja allir vera í byrjunarliðinu í Frakklandi
Alfreð segir að tyrkneska liðið sem Ísland mætir annað kvöld sé allt annað lið en tapaði 3-0 á Laugardalsvelli fyrir ári síðan. Býst hann við erfiðum leik en segir jafnframt að íslenska liðið ætli sér að gera góða hluti.

„Það var mikið taktleysi í þeirra liði þá og þeir voru kannski ekki alveg búnir að púsla saman því liði sem þeir vildu. Í síðustu leikjum eru þeir mjög sterkir og eru náttúrulega í 3. sæti í þessum sterka riðli. Það er allt annað að sjá liðið þannig þetta er hættulegt lið að spila við," sagði Alfreð.

„Við reynum að fókusa minna á það sem þeir þurfa, við förum í þennan leik til að vinna. Við erum strax byrjaðir að undirbúa okkur fyrir EM og þar ætlum við að vinna leiki, þannig við ætlum að fókusa það."

„Þetta er alltaf landsleikur, við erum að spila fyrir Ísland og það vilja allir vera í byrjunarliðinu í Frakklandi og komast sem næst því."

Alfreð fékk tækifæri í byrjunarliðinu í 2-2 jafnteflinu gegn Lettlandi á dögunum og náði að valda varnarmönnunum talsverðum vandræðum í fyrri hálfleik.

„Ég var allavega ánægður með leikinn og þjálfararnir líka og það er það sem skiptir mestu máli fyrir mig. Svo er spurning hvaða lið þarf í þessum leik, kannski þarf eitthvað annað en mína kosti eða einhvers annars. Maður sér bara hvað þjálfararnir ákveða, ég treysti þeim fullkomlega til að velja liðið. Ég er alltaf klár, það er bara þannig," sagði Alfreð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner