Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 12. október 2015 11:18
Elvar Geir Magnússon
Ekkert skriflegt til um greiðsluna sem Platini fékk
Platini og Blatter.
Platini og Blatter.
Mynd: Getty Images
Það var enginn skriflegur samningur gerður varðandi greiðsluna sem Michel Platini, forseti UEFA, fékk frá FIFA 2011. Platini fékk tvær milljónir svissneskra franka eða um 259 milljónir íslenskra króna.

Þessi vafasama greiðsla er nú undir rannsókn en hana fékk Platini fyrir að vera ráðgjafi Sepp Blatter milli 1998 og 2002 samkvæmt því sem þeir halda fram og segir Blatter að samkomulagið hafi verið gert munnlega.

Samkvæmt svissneskum lögum hefur launþegi rétt til að krefjast peninga fimm árum eftir vinnu sína en Platini fékk ekki greitt fyrr en 2011.

Guardian hefur reynt að fá Platini og Blatter til að tjá sig um þessa greiðslu en þeir hafa ekki viljað svara spurningum blaðsins.

FIFA er undir rannsókn vegna víðtækra spillingamála en Blatter og Platini var skipað að stíga til hliðar í 90 daga meðan rannsóknin stendur yfir.
Athugasemdir
banner