Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 12. október 2015 15:08
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Gylfi Þór: Setti boltann á mitt markið fyrir Kolla
Icelandair
Gylfi vill enda undankeppnina með stæl. Hér er hann á æfingunni í dag.
Gylfi vill enda undankeppnina með stæl. Hér er hann á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn skoraði í kjölfar aukaspyrnu frá Gylfa gegn Lettum.
Kolbeinn skoraði í kjölfar aukaspyrnu frá Gylfa gegn Lettum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir lokaleik undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi í Konya annað kvöld.

Ísland á góða möguleika á að vinna A-riðilinn og tryggir sér toppsætið með sigri. Þó er ljóst að Tyrkirnir verða ekki auðveldir viðureignar, enda hafa þeir að öllu að keppa í baráttunni um umspilssæti.

„Þetta er búið að vera frábært og okkur er búið að ganga rosalega vel, en smá svekkelsi með síðasta leik. En við höfum möguleika á morgun að bæta upp fyrir það," sagði Gylfi við Fótbolta.net.

„Það var markmiðið fyrir þessa tvo leiki að vinna riðilinn. Það kom smá babb í bátinn í síðasta leik en við erum auðvitað í fínni stöðu til að klára riðilinn. Við vitum að þetta verður erfiður leikur á morgun en vonandi klárum við þetta og förum sem sigurvegarar þessa riðils."

Áttu að klára dæmið
Gylfi viðurkennir að menn hafi strax eftir 2-2 jafnteflið farið að velta því fyrir sér hvað fór úrskeiðis í þeim leik, en Ísland missti niður 2-0 forystu í seinni hálfleiknum á Laugardalsvelli á dögunum.

„Við fórum strax upp á hótel og fórum að tala um þann leik. Auðvitað vorum við allan seinni hálfleikinn allt of sóknarhugaðir, við ætluðum að skora þriðja og fjórða markið. En 2-0 er meira en nóg og við áttum auðvitað að vera varnarsinnaðri og detta aðeins neðar á völlinn og klára dæmið. En við verðum að læra af þessu og vonandi gerist þetta ekki aftur," sagði Gylfi, sem býst við sterku tyrknesku liði.

„Við erum aðeins búnir að fara yfir hvernig þeir verjast og hvernig þeir spila. Ég held að kjarninn sé svipaður en þeir eru sterkari en þeir voru. Þeir eru búnir að fá nokkra sigra í röð og eru sterkir, sérstaklega á heimavelli, þannig þetta verður hörkuleikur."

Blokkar út áhorfendurna
Búast má við gríðarlegri stemningu í Konya, þar sem rúmlega 42.000 manns munu styðja Tyrki til að komast í umspil um sæti á EM 2016.

„Það er auðvitað skemmtilegast að spila í svona umhverfi og vonandi verður mikil stemning á vellinum á morgun. Þeir þurfa eitt stig þannig ég býst við að það verði þétt setinn völlurinn," segir Gylfi, sem lætur þó stuðningsmenn andstæðinganna ekki ná til sín.

„Maður heyrir í þeim en í 90% tilvika blokkast það einhvern veginn út og maður nær að einbeita sér alveg að leiknum. Það er kannski þegar boltinn fer út af sem maður tekur meira eftir þeim, en þetta eru leikirnir sem maður vill spila."

Kominn tími á að Kolli skoraði
Gylfi skoraði glæsilegt mark gegn Lettlandi á dögunum og varð þar með markahæsti leikmaður Íslands í sögu undankeppni EM með 6 mörk. Ef hann skorar marki meira mun hann bæta met Eiðs Smára Guðjohnsen og verða markahæsti leikmaður Íslands í sögu nokkurrar undankeppni.

„Ég væri alveg til í það en ég væri meira til í að fá þrjá punkta og klára riðilinn. Að vera í svona sterkum riðli með löndum eins og Hollandi, Tyrklandi og Tékklandi og ná að vinna riðilinn væri frábært afrek. Við erum ennþá í séns til að gera það þannig vonandi klárast það á morgun," sagði Gylfi, sem segist jafnframt hafa leyft Kolbeini Sigþórssyni að skora í síðasta leik þegar sá síðarnefndi fylgdi eftir aukaspyrnu Gylfa.

„Það var kominn tími á að Kolli skoraði, þannig ég reyndi að setja hann aðeins meira inn á mitt markið fyrir hann svo hann gæti tekið frákastið," sagði Gylfi hress að lokum.
Athugasemdir
banner
banner