Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 12. október 2015 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Klopp: Ég gerði Lewandowski að þeim leikmanni sem hann er í dag
Miklir félagar
Miklir félagar
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, nýráðinn stjóri Liverpool, trúir því að Robert Lewandowski væri ekki sá leikmaður sem hann er í dag, ef að hann hefði ekki spilað undir sinni stjórn hjá Dortmund.

Klopp fékk óþekktan Lewandowski til Dortmund árið 2010 þar sem hann sló í gegn, en Klopp vonast til að gera slíkt hið sama hjá Liverpool.

"Stærsta ánægjan sem þú getur fengið er þegar þú tekur leikmann eins og Lewandowski frá litlu félagi í Póllandi og horfir svo á hann spila í dag," sagði Klopp.

"Munurinn á milli þess leikmann sem hann var þá og leikmannsins sem hann er í dag er ótrúlegur."

"Ég er ekki það sjálfsöruggur að hugsa að ég sé sá eini sem mótaði hann, en ég spilaði náttúrulega stóran þátt í því."

"Þegar ég stjórna félagi, þá ætti hver ungur leikmaður að brosa, vegna þess að tækifærið er stærra fyrir þá en áður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner