mán 12. október 2015 13:00
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Könnun: Hver á að byrja í marki?
Icelandair
Gunnleifur og Ögmundur á æfingunni í dag.
Gunnleifur og Ögmundur á æfingunni í dag.
Mynd: Sigurjón Ragnar
Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörður íslenska landsliðsins, fór úr axlarlið á landsliðsæfingu í gærmorgun og flaug ekki með strákunum til Tyrklands í lokaleikinn í undankeppni EM 2016.

Fótbolti.net stendur nú fyrir könnun þar sem við biðjum lesendur um að svara því hvor tvímenninganna eigi að vera í markinu. Hægt er að svara könnuninni hér að neðan.

Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, var kallaður inn í hópinn í stað Hannesar en að sögn landsliðsþjálfarans Lars Lagerback er hann þó ekki í myndinni fyrir leikinn gegn Tyrkjum á morgun.

Valið stendur því á milli Ögmunds Kristinssonar og Gunnleifs Gunnleifssonar. Ögmundur hefur átt virkilega gott tímabil með Hammarby í Svíþjóð á meðan Gunnleifur var besti markvörður Pepsi-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili.

„Ég held að þetta verði ekkert vandamál. Augljóslega erum við líklega að velja á milli Gunnleifs og Ögmundar, með fullri virðingu fyrir Róberti sem kom inn,“ sagði Lagerback við blaðamenn á hóteli Íslands í dag.
 
„Mér finnst þeir báðir vera mjög sterkir andlega, þeir hafa báðir sýnt það í leikjum. Ögmundur var frábær þegar við mættum Belgíu úti, ég hef ekki séð Gunnleif jafn mikið en Heimir hefur séð hann og hann átti frábært tímabil. Ég hef séð nokkra leiki með Ögmundi og hann hefur staðið sig virkilega vel, þannig við erum heppnir með markmenn og þurfum ekki að hafa áhyggjur.“
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner