Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. október 2015 10:46
Magnús Már Einarsson
Nokkur félög vilja fá Rasmus frá KR
Rasmus Christiansen.
Rasmus Christiansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félög í Pepsi-deildinni hafa áhuga á Rasmus Christiansen varnarmanni KR. Þetta staðfesti Baldur Stefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Baldur segir að fleiri en tvö félög hafi sýnt Rasmus áhuga en Daninn er samningsbundinn KR út næsta ár.

„Við skoðum hvað þessi lið hugsa og hvað þau vilja bjóða okkur," sagði Baldur við Fótbolta.net í dag.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Valur eitt af þeim félögum sem hafa sýnt Rasmus mikinn áhuga.

Indriði Sigurðsson kom til KR í síðustu viku og ekki er ólíklegt að það færi Rasmus aftar í goggunarröðinni í Vesturbænum.

Hinn 26 ára gamli Rasmus spilaði með ÍBV frá 2010 til 2012 en hann kom til KR fyrir ári síðan eftir dvöl í Noregi.
Athugasemdir
banner
banner
banner