Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. október 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dani Alves: Gott ef Sanchez kemur til Parísar
Alves vill
Alves vill
Mynd: Getty Images
Braslíski bakvörðurinn Dani Alves hefði alls ekkert á móti því að fá Sílemanninn Alexis Sanchez til Paris Saint-Germain.

Alves fór frá Juventus í sumar og samdi við PSG.

Neymar kom síðan til Parísar frá Barcelona og nú gæti farið svo að Alexis Sanchez sláist í hóp með þeim félögum.

Samningur Sanchez hjá Arsenal rennur út næsta sumar, en hann hefur verið hvað mest orðaður við PSG.

„Það vilja mörg lið fá hann," sagði Dani Alves eftir 3-0 sigur Brasilíu á Síle í undankeppni HM. Þessi sigur Brasilíu gerði út um vonir Síle á að komast á HM í Rússlandi næsta sumar.

„Það væri gott ef hann kæmi til okkar. Ég kann vel við hann. Ég vil það besta fyrir hann, hvert sem hann fer."
Athugasemdir
banner
banner