banner
   fim 12. október 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Dómarar frá Svíþjóð og Frakklandi dæma í kínversku deildinni
Jonas Eriksson dæmir í Kína um helgina.
Jonas Eriksson dæmir í Kína um helgina.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn ofurdeildarinnar í Kína hafa ákveðið að fá erlenda dómara á leiki í deildinni.

Þetta er gert eftir harða gagnrýni sem dómgæslan hefur fengið að undanförnu.

Sænsk dómarinn Jonas Eriksson dæmir leik Tianjin Quanjian og Shandong Luneng um helgina.

Franski dómarinn Tony Chapron dæmir leik Shanghai Shenhua og Tianjin Teda.

Þá ætla Kínverjar einnig að prófa að vera með myndbandsdómgæslu á næstunni til að bæta dómgæsluna í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner