fim 12. október 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiginkona Bravo hraunar yfir nokkra leikmenn Síle
Mynd: Getty Images
Eiginkona markvarðarins Claudio Bravo er allt annað en sátt með suma af liðsfélögum hans í landsliði Síle.

Síle verður ekki á meðal þáttökuþjóða á HM í Rússlandi. Það varð ljóst eftir 3-0 tap liðsins gegn Brasilíu.

Eiginkona Bravo, Carla Pardo, fór á Instagram eftir leikinn þar sem hún sakaði nokkra leikmenn, sem hún nefndi þó ekki á nafn, um að mæta undir áhrifum áfengis á æfingar landsliðsins.

„Þegar þeir fara í treyjuna þá verða þeir að sýna fagmennsku," skrifar hún við mynd á Instagram.

„Ég veit að flestir leikmennirnir leggja gíðarlega mikið á sig, en á meðan eru aðrir leikmenn sem fara út á lífið og geta síðan ekki æft eftir að hafa drukkið of mikið áfengi."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner