Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. október 2017 15:10
Elvar Geir Magnússon
Jón Rúnar: Trúi ekki að helgin líði án þess að við ráðum þjálfara
Jón Rúnar í Krikanum.
Jón Rúnar í Krikanum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
FH-ingar eru enn þjálfaralausir en flestir búast við því að Ólafur Kristjánsson verði bráðlega kynntur sem nýr þjálfari liðsins eftir að Heimir Guðjónsson var rekinn.

Jón Rúnar Halldórsson, formaður FH, vildi ekki nefna nein nöfn þegar Fótbolti.net heyrði í honum í dag.

„Það er von á tilkynningu úr Hafnarfirði þegar við erum búnir að ganga frá rétta þjálfaranum. Það er eins og með ríkisstjórnina, þetta verður að smella," segir Jón Rúnar.

„Við höfum verið í viðræðum við góðan þjálfara. Ég trúi ekki að helgin líði án þess að við ráðum þjálfara."

FH ákvað að segja samningi Heimis Guðjónssonar upp í síðustu viku en liðið hafnaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar. Heimir sagði að eina sem hann væri ósáttur við væri tímasetningin á uppsögninni. Jón Rúnar vildi ekkert tjá sig um þau ummæli við Fótbolta.net.

Ólafur Kristjánsson hætti nýlega sem þjálfari Randers en daginn eftir að það var tilkynnt var Heimi sagt upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner