Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 12. október 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Lemar gæti farið frá Mónakó næsta sumar
Thomas Lemar.
Thomas Lemar.
Mynd: Getty Images
Líkur eru á að Thomas Lemar færi sig um set næsta sumar en Mónakó mun líklega ýta frá sér tilboðum í janúarglugganum.

Arsenal bauð yfir 90 milljónir punda á gluggadeginum í ágúst í franska landsliðsmanninn en tókst ekki að landa honum.

Vadim Vasilyev, varaforseti Mónakó, segir við Sky Sports News að Liverpool hafi einnig haft mikinn áhuga en Arsenal hafi verið mjög nálægt því að landa leikmanninum.

„Það var of knappur tími, við gátum ekki klárað púslið. Ég er mjög ánægður með að hann hafi verið áfram hjá okkur. Við þurfum leikmann eins og Thomas Lemar. Hann er mjög mikilvægur fyrir okkar lið," segir Vasilyev.

„Við munum skoða málin næsta sumar en það er ekki hægt að ganga að neinu vísu í fótboltanum. Ég tel alveg líklegt að Lemar fari annað á næsta ári."

Hann segir að janúar sé ekki rétti tíminn til að gera stórar breytingar á liðinu.

Mónakó gæti einnig selt Fabinho næsta sumar en Manchester United og Manchester City hafa sýnt honum áhuga.

„Hann er einn af lykilmönnum okkar. Hann er mjög mikilvægur hlekkur sem alltaf er hægt að reiða sig á," segir Vasilyev.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner