Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. október 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Merson tekur fram skóna - Spilar í 4. deild í Wales
Paul Merson.
Paul Merson.
Mynd: Getty Images
Fótboltasérfræðingurinn Paul Merson hefur ákveðið að rífa takkaskóna fram af hillunni. Það er væntanlega eitthvað ryk á þeim, en Merson spilaði síðast fótbolta af alvöru árið 2006.

Merson er 49 ára gamall.

Á leikmannaferli sínum spilaði Merson sem miðjumaður fyrir Arsenal og enska landsliðið, hann lék 21 landsleik.

Merson lagði skóna á hilluna árið 2006, en hann endaði feril sinn sem spilandi þjálfari hjá Walsall. Hann spilaði „bumbubolta" með Whitton Athletic og Welshpool Town fyrir fimm árum, en síðan þá hefur hann einbeitt sér að því að tala um fótbolta í sjónvarpi.

Núna hefur hann hins vegar ákveðið að taka skóna fram og spila með Caerau, sem spilar í 4. deildinni í Wales.

„Hann er fyrrum landsliðsmaður og getur hjálpað okkur," sagði Dai Hooper, ritari Caerau, um Merson.
Athugasemdir
banner
banner