fim 12. október 2017 15:05
Magnús Már Einarsson
Strachan ekki áfram með Skota
Strachan hughreystir sína menn.
Strachan hughreystir sína menn.
Mynd: Getty Images
Gordon Strachan er hættur sem landsliðsþjálfari Skota en þetta varð niðurstaða eftir fund hans með forráðamönnum knattspyrnusambandsins þar í landi.

Strachan tók við Skotum af Craig Levein í janúar árið 2013 og kláraði undankeppni HM 2014.

Hann stýrði einnig Skotum í undankeppni EM og núna í undankeppni HM 2018.

Skotar voru nálægt því að ná sæti á EM og aftur vantaði hársbreidd upp í undankeppni HM. Skotar gerðu 2-2 jafntefli við Slóveníu á sunnudag og misstu þar af sæti í umspili.

Mark McGhee, aðstoðarþjálfari Skota, hefur einnig látið af störfum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner