Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. október 2017 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
U2 fékk ekki að fara á svið fyrr en eftir þrennuna hjá Messi
Mynd: Getty Images
Bono og hljómsveit hans, U2, héldu tónleika í Argentínu á þriðjudagskvöldið.

Það vildi svo óheppilega til að argentínska landsliðið var að spila gríðarlega mikilvægan leik í Ekvador í lokaumferð undankeppni HM.

U2 átti að byrja að spila klukkan 9 um kvöldið en var frestað um rúmlega klukkustund vegna leiksins, sem var sýndur á risaskjáum á tónleikunum.

Lionel Messi skoraði þrennu í 3-1 sigri og tryggði hann Argentínu þannig farmiða til Rússlands.

„Við ákváðum þetta allir fyrirfram í sameiningu," sagði Daniel Grinbank, einn af skipuleggjendum tónleikanna.

„Noel Gallagher hitaði upp, svo var leikurinn sýndur og svo lokuðu U2 fullkomnu kvöldi."

Argentína komst beint á HM ásamt Brasilíu, Úrúgvæ og Kólumbíu. Perú mætir Nýja-Sjálandi í umspilsleik á meðan Síle situr eftir heima með sárt enni.
Athugasemdir
banner
banner