Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. nóvember 2015 06:00
Arnar Geir Halldórsson
Timo Horn orðaður við Liverpool
Næsti markvörður Liverpool?
Næsti markvörður Liverpool?
Mynd: Getty Images
Þýska dagblaðið Bild telur sig hafa heimildir fyrir því að Timo Horn, markvörður Köln, sé á óskalista Jurgen Klopp.

Horn hefur fest sig í sessi í þýsku Bundesligunni en þessi 22 ára gamli Þjóðverji er á sínu öðru tímabili í deildinni með Köln.

Hann er samningsbundinn Köln til ársins 2019 en hefur klásúlu upp á aðeins níu milljónir evra.

Talið er að Klopp vilji fá nýjan mann á milli stanganna í stað Simon Mignolet og horfi nú hýru auga til landa síns.

Horn hefur leikið fyrir öll yngri landslið Þýskalands en samkeppnin um sæti í A-landsliðshópnum er hörð þar sem Manuel Neuer, Marc-Andre ter Stegen og Kevin Trapp eru á meðal þeirra sem eru á undan Horn í goggunarröðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner