Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 12. nóvember 2016 10:42
Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ásgeir í Grindavík (Staðfest)
Brynjar Ásgeir eftir undirskriftina í dag.
Brynjar Ásgeir eftir undirskriftina í dag.
Mynd: Grindavík
Brynjar Ásgeir Guðmundsson gekk í morgun í raðir Grindavíkur frá FH og hann mun því leika í gula búningnum í Pepsi-deildinni í sumar. Hann skiptir alveg frá FH og gerir tveggja ára samning við Grindavík.

Brynjar Ásgeir hefur spilað flestar stöður á vellinum með FH undanfarin ár en aldrei náð að festa sig í sessi í byrjunarliðinu í einni stöðu. Hann vildi fá stærra hlutverk í öðru liði.

Hann fékk því leyfi hjá félaginu til að færa sig um set í byrjun mánaðarins og hefur nú samið við Grindavík.

Hinn 24 ára gamli Brynjar er fjölhæfur leikmaður en hann getur leyst allar stöður í vörninni og spilað á miðjunni.

Brynjar Ásgeir er uppalinn FH-ingur en hann hefur skorað sex mörk í 56 deildar og bikarleikjum með liðinu á ferli sínum. Hann á einnig átta Evrópuleiki að baki.

Á sínum tíma lék Brynjar með öllum yngri landsliðum Íslands og meðal annars tvo leiki með U21 árs landsliðinu.

Grindavík endaði í 2. sæti 1. deildar í sumar og leikur því í Pepsi-deildinni á komandi sumri.
Athugasemdir
banner
banner
banner