Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   lau 12. nóvember 2016 20:23
Magnús Már Einarsson
Hannes: Svekki mig á fyrra markinu næstu vikurnar
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Síðast þegar við spiluðum hér þá sáum við eiginlega ekki til sólar en núna vorum við ágætir. Við áttum fínan og ásættanlegan leik miðað við að vorum að spila á móti gríðarlega sterku liði Króatíu á útivelli," sagði Hannes Þór Halldórsson við Fótbolta.net eftir 2-0 tapið í Króatíu í kvöld.

„Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Við áttum fína sénsa og þeir fengu ekki mikið þannig að það gerir þetta ennþá meira svekkjandi að hafa tapað þessu 2-0. Mér finnst það ekki alveg gefa rétta mynd af leiknum."

Marcelo Brozovic skoraði bæði mörk Króata með skotum fyrir utan vítateig.

„Fyrra markið er ekta svona mark sem maður verður að svekkja sig á næstu vikurnar, ef allt hefði gengið upp þá hefði ég átt séns í þennan bolta en ég sé hann seint og hann er í hvarfi fyrir aftan einn af okkar mönnum og ég er aðeins of seinna að bregðast við. Þetta er mark sem er mjög svekkjandi að sjá fljúga framhjá sér. Seinna markið er bara eins og það er, það er 'breik' og hann skýtur vel í hornið og ekkert við því að gera. Seinna markið kom í uppbótartíma og það gerir þetta ennþá súrara að tapa 2-0 með þessu seinna marki en ég nenni ekki að pæla í því."

Vallaraðstæður á Maksimir Stadion í kvöld voru ekki upp á marga fiska eftir mikla rigningu undanfarna tvo daga.

„Það hjálpaði ekkert en ekki þeim heldur svo það var bara eitthvað sem við þurftum að díla við. Við þekkjum þetta vel frá Íslandi, það eru ekkert alltaf frábærar aðstæður þar þannig það á ekkert endilega að vera verra fyrir okkur en andstæðinginn."

Ísland er sem stendur með 7 stig í öðru sæti I riðils undankeppni HM og mætir Kósóvó næst í mars næsta vor. Króatar sitja á toppi riðilsins með 10 stig eftir sigurinn í kvöld.

„Það vissu allir að við erum að þessu til þess að komast áfram og sýndum það svo sem í dag, aftur, stimplum það enn fastar inn að okkur er fúlasta alvara með þetta og við ætluðum að koma hérna til að sækja úrslit - sigur eða jafntefli á móti Króatíu. Því miður tókst það ekki þannig að við verðum að sækja stigin annars staðar og við verðum klárir í Kósóvó í mars og svo tökum við á móti Króatíu heima og þá verður allt lagt í sölurnar að vinna og við ætlum okkur áfram, hvað sem tautar og raular," sagði Hannes.
Athugasemdir
banner
banner
banner