Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. desember 2017 15:56
Elvar Geir Magnússon
Aron Einar gæti þurft að fara í aðgerð - Yrði frá í mánuð
Aron Einar er að glíma við ökklameiðsli.
Aron Einar er að glíma við ökklameiðsli.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur misst af síðustu leikjum Cardiff í ensku Championship-deildinni vegna ökklameiðsla.

Aroni hefur gengið illa að hrista af sér meiðslin og segir Neil Warnock, stjóri Cardiff, að hann gæti þurft að fara í aðgerð.

Warnock segir að málin ættu að skýrast á næstu dögum en ef Aron fer í aðgerð verður hann frá í fjórar vikur.

Cardiff er í harðri baráttu um að komast upp í ensku úrvalsdeildina, liðið er sem stendur í öðru sæti, fjórum stigum frá toppliði Wolves.

Sjá einnig:
Aron Einar fer frá Cardiff ef liðið fer ekki upp
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner