Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. desember 2017 12:23
Elvar Geir Magnússon
Ensk stórlið reyna að fá Thomas Lemar í janúar
Lemar er 22 ára miðjumaður.
Lemar er 22 ára miðjumaður.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Arsenal munu reyna að kaupa Thomas Lemar, leikmann Mónakó, í janúarglugganum. Þetta segir franska blaðið L'Equipe sem telur að Chelsea gæti blandað sér í baráttuna.

Liverpool bauð tæplega 80 milljónir punda í leikmanninn síðasta sumar og Arsenal mætti svo með tilboð upp á 88 milljónir punda í lok félagaskiptagluggans.

Mónakó vildi ekki selja annan stjörnuleikmann eftir að Kylian Mbappe hvarf á braut.

Mónakó er dottið út úr Evrópukeppnum og er níu stigum á eftir toppliði Paris Saint-Germain í frönsku deildinni.

Barcelona heldur áfram að reyna að fá Philippe Coutinho frá Liverpool og þá er búist við því að Arsenal missi Alexis Sanchez og Mesut Özil.

Samningur Lemar rennur út 2020 en hann er nýkominn aftur til leiks hjá Mónakó eftir fjögurra vikna fjarveru vegna meiðsla á öxl.
Athugasemdir
banner
banner
banner