þri 12. desember 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Hálf milljón stuðningsmanna fagnaði titlinum úti á götu
Mynd: Getty Images
Um það bil hálf milljón stuðningsmanna mexíkóska félagsins Tigres UANL mætti á götur Monterrey í gær til að fagna meistaratitli félagsins.

Tigres varð meistari í Mexíkó í sjötta sinn þegar liðið vann nágrannana í Monterrey 2-1 í úrslitaleik um titilinn.

Monterrey klúðraði vítaspyrnu á lokamínútunum.

400 þúsund stuðningsmenn Tigres fylgdu liðsrútunni á rúnti um bæinn áður en 100 þúsund stuðningsmenn bættust við í fagnaðarlátum á torgi þar í bæ.

Ricardo 'Tuca' Ferretti, þjálfari Tigres, varð þarna mexíkóskur meistari í sjötta skipti en leikmenn liðsins fengu að raka yfirvaraskeggið af honum í fagnaðarlátunum eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner