Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 12. desember 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Kane með fleiri mörk en Ronaldo, Neymar, Crystal Palace og WBA
Magnaður markaskorari.
Magnaður markaskorari.
Mynd: Getty Images
Harry Kane, framherji Tottenham, hefur raðað inn mörkum á þessu ári en samtals eru mörkin hans orðin 33 í 32 leikjum í ensku úrvalsdeildinni árið 2017. Kane hefur skorað 50 mörk í 48 leikjum á árinu með landsliði og félagsliði.

Með 33 deildarmörkum á árinu hefur Kane skorað jafnmörg mörk og Swansea og Burnley (33). Hann hefur einnig skorað fleiri mörk en Crystal Palace (31) og WBA (30) hafa gert árið 2017.

Þá hefur hann skorað fleiri deildarmörk en Cristiano Ronaldo og Neymar á þessu ári. Lionel Messi (38 mörk í 35 leikjum) og Edinson Cavani (34 mörk í 35 leikjum) eru einu leikmennirnir sem hafa skorað meira en Kane í stærstu deildum Evrópu.

Kane stefnir nú á að bæta met Alan Shearer sem skoraði 36 mörk í ensku úrvalsdeildinni árið 1995.

Kane hefur fjóra leiki til að ná metinu en Tottenham á eftir deildarleiki gegn Brighton, Manchester City, Burnley og Southampton á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner